Fjólublátt dúkkusett

2.490 kr

Núna geta börn klætt dúkkuna sína í töfrandi hafmeyjubúning í þessum fallega fjólubláa lit. Dúkkusettið er fullkomin gjöf fyrir alla sem elska hafmeyjur og dúkkuleikurinn færist á annað stig þegar dúkkan fær að vera hafmeyja líka! Loksins geta hafmeyjurnar og dúkkurnar þeirra verið í stíl. Athugið að dúkkan er ekki innifalin. 

Á dúkkutoppnum er gimsteinn sem glitrar! Dúkkusettið passar á stórar dúkkur, eða sem eru um 40-45 cm á lengd. Þess má geta að Baby Born dúkka er um 43 cm á lengd. 

Meðhöndlun

  • Handþvottur.
  • Til þurrkunar er mælt með því að láta settið hanga eða liggja flatt.
  • Efnið þolir ekki að fara í þurrkara eða að farið sé með það í heita potta.

Efni

  • Endingargott sundfataefni - 82% nylon og 18% teygja