Um okkur

Við heitum Lísa María Markúsdóttir og Sigrún H. Einarsdóttir. Við kynntumst í fæðingarorlofi árið 2014 og eigum báðar stelpur sem eru fæddar það sama ár. Okkur hefur lengi langað til þess að vinna saman að einhvers konar rekstri sem myndi í senn endurspegla okkar helstu áhugamál sem eru hreyfing og heilsusamlegt líferni, en síðast en ekki síst uppeldi barnanna okkar.

Markmiðið er að bjóða upp á vandaðar vörur sem efla sköpunargáfu og stuðla að virkum leik á öruggan og skemmtilegan hátt fyrir börn á öllum aldri.